Skráning

Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær

Mæting er kl 14:30 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst.

Það mun svo verða flautað til leiks kl.15:30

Læknir verður staðnum og um leið og einhver meiðist, fer í fýlu eða örmagnast, þá mætir læknirinn með orkudrykk.

Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að sturta sig og skipta yfir í betri fötin fyrir Saltfiskveisluna sem haldin verður í Reynisheimilinu. Húsið opnar kl 18:45 og hefst veislan kl 19:15.

Athugið sérstaklega:
Sú breyting hefur orðið á að það verða tvö þáttökugjöld í boði fyrir keppendur.
Þáttökugjald verður kr 8.000 fyrir þá sem koma með sína eigin Norður/Suðurbæjar treyju.
Það koma eingöngu til greina treyjur frá tveimur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar.
Suðurbær verður í rauðum treyjum í ár og Norðurbær í hvítum.

Þáttökugjald verður kr 10.000 fyrir þá sem þurfa nýja treyju.

Innifalið í mótsgjaldi er eftirtalið:

– 8000 kr gjald
Fyrir keppendur sem koma með sína eigin keppnistreyju (ath að það koma eingöngu til greina treyjur frá tveimur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar) í ár verður Suðurbær í rauðum treyjum og Norðurbær í hvítum.

– 10.000 kr gjald
Ný keppnistreyja

– Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum

– Lýsi og liðamín –mánaðarskammtur

– Íþróttadrykkurinn Hleðsla frá MS til að hlaða “byssurnar” strax eftir leik

– Miði í saltfiskveisluna þar sem verðlaunaafhendingar, gamanmál, söngur og gleði ráða ríkjum

Þeir sem taka með sér maka í Saltfiskveisluna þurfa að greiða kr. 4000 aukalega.

Greiðist inn á reikning nr. 0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.

Skráning í fótboltann

"*" indicates required fields

Norður- eða Suðurbær*
Maki kemur í veislu*
Fótbolti eða Vítakeppni*
Mæti ekki í veisluna og leyfi endursölu á sætinu*
Keppnistreyjur*
Persónuvernd*
This field is for validation purposes and should be left unchanged.